Um fyrirtækið
Álnabær er eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar á Íslandi en það var stofnað árið 1975 og er í eigu hjónanna Guðrúnar H. Kristinsdóttur ,Magna Sigurhanssonar og fjölskyldu.
Verslanir okkar eru í Reykjavík, Akureyri og Keflavík en Álnabær rekur einnig verkstæði við Vagnhöfða 13 og saumastofu í Keflavík.
Álnabær hefur aðallega verið með innflutning, sölu og framleiðslu á gluggatjöldum og fylgihlutum svo sem stöngum, köppum, rúllu, rimla og strimlagluggatjöldum. Auk þess býður fyrirtækið upp á þjónustu og aðstoð í vali, mælingum og uppsetningum.
Velgengni Álnabæjar er sönnun blómlegra viðskipta sem eigendur þakka ekki síst sérhæfðu og duglegu starfsfólki.